• White Instagram Icon

©2018 by Rafíþróttaskólinn. Proudly created with Wix.com

ALGENGAR SPURNINGAR

HVERNIG ÆFIR MAÐUR TÖLVULEIKI?

Tölvuleikir þarfnast æfingar eins og allt annað ætli maður sér að vera góður. Ofan á það, skiptir ekki bara máli að vera góður í leiknum í tölvuleikjum nútímans. Þar sem flestir leikir eru spilaðir sem lið, skipta samskipti og samvinna líka miklu máli. Á milli þess að æfa grunnfærni í leiknum eins og hreyfingu eða mið og að læra um tækni og taktík að þá er fullt sem hægt er að æfa sem mun á endanum gera þig að betri spilara.

HVAÐ ER GERT Á ÆFINGU Í RAFÍÞRÓTTASKÓLANUM?

Við byrjum æfinguna á að hrista aðeins úr okkur alla þreytu og stirðleika og sjáum til þess að við séum tilbúin til þess að spila. Svo hitum við upp með skemmtilegum smáleikjum eins og einn á móti einum og annað. Eftir það, fer það eftir því hvernig æfingu um ræðir. Við gætum lært um nýtt hugtak eða tækni og æft hana í smá, við gætum spilað innan hópsins eða þá að við gætum skoðað klippur og endursýningar og talað um þær. Síðan klárum við æfinguna með því að svara spurningum og taka létt spjall.

FYRIR HVAÐA ALDUR ER RAFÍÞRÓTTASKÓLINN?

Fyrstu grunnnámskeiðin sem við bjóðum uppá verða fyrir spilara á aldrinum 12-18 ára og verður hópnum skipt í yngri og eldri hóp verði næg skráning. Við munum síðan tilkynna framtíðarnámskeið fyrir alla aldurshópa og aðra leiki þegar þau eru tilbúin. Í framtíðinni vill Rafíþróttaskólinn geta boðið uppá námskeið fyrir mismunandi getustig í öllum helstu rafíþróttaleikjum, ásamt námskeið fyrir streaming, youtube, lýsendur og fleira.

HVAÐ ER INNIFALIÐ Í GRUNNNÁMSKEIÐUM RAFÍÞRÓTTASKÓLANS?

Þegar einstaklingur skráir sig á grunnnámskeið í Rafíþróttaskólanum fær hann:


  • 36 tíma af þjálfun í tilskyldum leik (3 æfingar á viku, 6 vikur)

  • Aðgang að Tölvu, skjá, mús, lyklaborði og heyrnartólum fyrir allar æfingar. (Leyfilegt er að mæta með eigin lyklaborð, mús og heyrnartól.

  • Aðgang að Discord þjóni Rafíþróttaskólans og lokaði rás námskeiðisins þar sem hægt er að nálgast og deila íterefni frá námskeiðinu.

  • 30% auka tíma af keyptum tímum hjá Gzero

HVERNIG LÍTUR FRAMTÍÐ RAFÍÞRÓTTASKÓLANS ÚT?

Ef að allt gengur vel og áhugi er fyrir er það markmið rafíþróttaskólans að komast í sitt eigið húsnæði og bjóða uppá námskeið og æfingar í fleiri leikjum ásamt því að halda námskeið í myndvinnslu, streaming og fleira tengt tölvuleikjum.