• White Instagram Icon

©2018 by Rafíþróttaskólinn. Proudly created with Wix.com

Fornite er stærsti leikur heims í dag og þarf því ekki að koma á óvart að sterk keppnissena hafi myndast í kringum leikinn. Framleiðandi leiksins "Epic games" hafa heitið 100 milljónum bandaríkjadala í verðlaunafé fyrir keppnir í leiknum árið 2019 og er keppnin opin öllum. Það er því til mikils að vinna á toppnum.

Framhaldsnámskeið okkar í Fortnite er fyrir spilara sem hafa traustan grunn í leiknum og komast oft langt ásamt því að krækja í sigra. Námskeiðið miðar að því kenna iðkendum allt sem þeir þurfa að vita til þess að byrja að fóta sig í keppnissenu leiksins. Farið verður yfir, meðal annars, hvenær og hvernig skal hreyfa sig um mappið, hvernig "competitive play" er öðruvísi en venjulegur leikur og margt fleira.

Fortnite þjálfarar Rafíþróttaskólans eru meðal bestu spilara Íslands og eru hluti af topp 0.5% spilurum heims.

Hámark 20 manns eru á hverju námskeiði og eru 2 Fortnite Framhaldsnámskeið í boði til að byrja með.

FORTNITE FRAMHALDSNÁMSKEIÐ (6 VIKUR, 3 SINNUM Í VIKU)

26.900krPrice