• White Instagram Icon

©2018 by Rafíþróttaskólinn. Proudly created with Wix.com

League of Legends er einn stærsti leikur heims í dag, þrátt fyrir að vera orðinn yfir 9 ára gamall. Á þessum 9 árum hafa rafíþróttir og keppni spilað stórt hlutverk í árangri leiksins en nú í dag eru 14 atvinnudeildir um allan heim í League of Legends. 

Framhaldsnámskeið Rafíþróttaskólans í League of Legends hentar fyrir alla spilara sem hafa klárað "Ranked placements" í leiknum, óháð deild, og er markmiðið að spilarar hafi þekkinguna sem þarf til að ná Plat 1 þegar námskeiði lýkur. Það þarf þó líka að æfa sig fyrir utan námskeiðið ætli menn sér að ná því. Farið verður ítarlega yfir "teamplay", "advanced mechanics" og hvað skal gera á öllum stigum leiksins til að finna leið til sigurs.

League of Legends þjálfarar Rafíþróttaskólans eru meðal bestu

spilara Íslands með mikla reynslu af leiknum.

Hámark 20 manns eru á hverju námskeiði og er aðeins 1x League of Legends framhaldsnámskeið í boði til að byrja með.

LEAGUE OF LEGENDS FRAMHALDSNÁMSKEIÐ (6 VIKUR, 3 SINNUM Í VIKU)

26.900krPrice