• White Instagram Icon

©2018 by Rafíþróttaskólinn. Proudly created with Wix.com

League of Legends er einn stærsti leikur heims í dag, þrátt fyrir að vera orðinn yfir 9 ára gamall. Á þessum 9 árum hafa rafíþróttir og keppni spilað stórt hlutverk í árangri leiksins en nú í dag eru 14 atvinnudeildir um allan heim í League of Legends. 

Grunnnámskeið okkar í League of Legends miðar að því að byggja sterkan grunn í League of Legends. Fjallað verður um mismunandi hlutverk innan leiksins, hvaða hetjur eru góðar og afhverju, hvaða hluti skal kaupa, hvernig skal spila á mismunandi tímum leiksins og svo margt fleira. Einnig verða kenndar æfingar sem skerpa á grunnfærni í leiknum t.d. hvernig skal forðast skillshots, last hitting, spell combos o.fl.

 

Námskeiðin eru fyrir spilara um level 5-30+ en gætu nýst öllum spilurum þar sem farið verður vel yfir grunnatriðið leiksins og það má alltaf skerpa á grunnfærninni í leiknum. Ef þú hefur aldrei spilað League of Legends áður þá skulum við hjálpa þér að ná level 5 ef þú vilt, áður en námskeiðið hefst!

League of Legends þjálfarar Rafíþróttaskólans eru meðal bestu

spilara Íslands með mikla reynslu af leiknum.

Hámark 20 manns eru á hverju námskeiði og er aðeins 1x League of Legends grunnnámskeið í boði til að byrja með.

LEAGUE OF LEGENDS GRUNNNÁMSKEIÐ (6 VIKUR, 3 SINNUM Í VIKU)

26.900krPrice