• White Instagram Icon

©2018 by Rafíþróttaskólinn. Proudly created with Wix.com

GILDI RAFÍÞRÓTTASKÓLANS

  1. Höfum gaman - Mikilvægasta regla skólans! Allir iðkendur skulu eiga tækifæri á að líða vel, hafa gaman og að bæta sig. Ef að eitthvað er að angra þig þá eru þjálfararnir alltaf til staðar til að hjálpa.

  2. Við komum fram við hvort annað, þjálfara og umhverfið af virðingu - Til að skapa frábæra stemmingu í Rafíþróttaskólanum skiptir miklu máli að við virðum og komum vel fram við hvort annað. Við göngum líka vel um umhverfið okkar svo að okkur líði sem best á æfingum.

  3. Tilt tapar leikjum, höldum rónni - Það er ekki leyndarmál að tölvuleikir geta hreyft við sterkum tilfinningum, sérstaklega þegar illa gengur. Það er heldur ekki leyndarmál að getan til þess að takast á við þessar tilfinningar og að halda rónni er algjört lykilatriði í því að ná árangri, bæta sig og að keppa. Við einbeitum okkur því alltaf að því að halda rónni og finna leið til sigurs og ef ekki sigurs þá til þess að bæta okkur. Sóum ekki tíma í reiði og pirring.

  4. Hjálpum hvort öðru, alltaf! - Það er ómögulegt að allir iðkendur Rafíþróttaskólans séu á sama getustigi á sama tíma. Við leitum því alltaf að tækifærum til að hjálpa hvort öðru, þannig bætum við okkur mest og hraðast!

  5. Við erum alltaf að reyna að bæta okkur - Sama hvað gerist í leiknum eða hve erfitt það er að sjá leið til sigurs þá er hver mínúta af spilun tækifæri til að bæta sig. Einbeitum okkur að því sem að við getum gert rétt og bætum okkur í því, fremur en að pirra okkur yfir einhverju sem við getum ekki stjórnað.