• White Instagram Icon

©2018 by Rafíþróttaskólinn. Proudly created with Wix.com

UM RAFÍÞRÓTTASKÓLANN

Tölvuleikir hafa aldrei verið vinsælli en þeir eru í dag. Tilkoma internetsins hefur breytt landslagi leikjaiðnaðarins til muna. Nú í dag eru stærstu leikir heims fjölspilaraleikir sem etja spilurum gegn hvor öðrum (player versus player). Þessir leikir eru oftast spilaðir í liðum og þarfnast mikillar samhæfingar, samskipta og samvinnu til að vinna. Þetta er hvergi eins satt og þegar keppt er í leikjunum, en keppni í tölvuleikjum (rafíþróttir) hafa sprungið í vinsældum á síðustu árum og fylgjast nú yfir 400 milljón manns með rafíþróttum útum allan heim.

Rafíþróttaskólinn vill efla keppni í tölvuleikjum á Íslandi og stuðla að bætingu spilara með markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum. Við viljum einnig styðja við virka samkeppni innanlands sem og hjálpa íslenskum spilurum að komast í fremstu raðir útí heimi.

Þessu viljum við áorka með því að skapa félagslegt og stuðningsríkt umhverfi fyrir spilara landsins sem vilja koma saman og bæta sig. 

Það er okkar trú að markviss æfing á tölvuleikjum í réttu umhverfi getur haft jákvæð áhrif á spilara. Iðkendur Rafíþróttaskólans æfa saman í hópum í eigin persónu og æfa þar samskipti, samvinnu, samkennd, sjálfsaga og fleira, á sama tíma og þeir fá að leggja stund á áhugamálið sitt.

Þar ber helst að nefna heilbrigða spilahætti svosem rétta líkamsstöðu, heilbrigt líferni en það að lifa heilbrigt hefur áhrif á viðbragðstíma og einbeitingu og loks jafnvægi á milli tölvuleikjaspilunar og annarra hluta lífsins.

Það er okkar markmið að allir iðkendur Rafíþróttaskólans fái jákvæða félagslega örvun og kynnist krökkum með sömu áhugamál.

Rafíþróttaskólinn er unninn í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands og Ground Zero.

ÓLAFUR STEINARSSON

Eigandi Rafíþróttaskólans og League of Legends þjálfari

Ólafur Steinarsson hefur verið viðloðandi leikjasenuna á Íslandi í mörg ár. Hann byrjaði feril sinn innan leikjaiðnaðarins hjá CCP þar sem hann sá um mót og beinar útsendingar ásamt því að eyða frítímanum í að skipuleggja mót og viðburði tengda League of Legends. Hann hefur eytt síðustu 4 árum úti í Írlandi að vinna fyrir framleiðanda League of Legends - Riot Games

Eftir að hann kom aftur til Íslands hefur hann helgað tímanum sínum í uppbyggingu rafíþrótta á Íslandi en hann er einn stofnenda og stjórnarformaður Rafíþróttasambands Íslands og einn að aðstandednum komandi keppnisdeildar á Íslandi.