• White Instagram Icon

©2018 by Rafíþróttaskólinn. Proudly created with Wix.com

HVAÐ ERU RAFÍÞRÓTTIR?

HVAÐ ERU RAFÍÞRÓTTIR?

Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum. Í gegnum tíðina hefur þetta átt við þegar margar tölvur eru settar upp í sama rými og fólk keppist um að standa sig sem best. Þannig var heimsmeistaramótið í Atari leiknum Space Invaders keppt árið 1980. 

Síðan þá hefur tækninni fleygt fram og tölvuleikir eru nú í dag að miklu leiti spilaðir í gegnum netið. Þetta nýja umhverfi hefur skapað mun betri aðstæður til samkeppni en áður, nú þarf ekki fjölmargar tölvur á einum stað heldur geta lið frá öllum heimshornum keppt á móti hvort öðru á netinu.

Á síðustu 10 árum hafa vinsældir rafíþrótta sprungið, nú í dag eru yfir 400 milljón manns sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum og hafa stærstu viðburðirnir sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir. Sem dæmi má nefna að yfir 60 milljón manns fylgdust með úrslitaleik liðanna Royal Never Give Up og Kingzone Dragonx í League of Legends sumarið 2018. Það er þrefaldur fjöldi þeirra sem horfðu á úrslitaleik NBA deildarinnar árið 2017. Annar rafíþróttaviðburður í Katowice, Póllandi árið 2017 dróg að 173.000 gesti en það er tvöfalt fleiri en voru viðstaddir Superbowl NFL sama ár.

Samhliða þessum vexti hafa rafíþróttir einnig þroskast hratt sem iðnaður. Það er ekki langt síðan að bestu spilarar heims æfðu sig heima hjá sér án hjálpar þjálfara og þurftu að borga og sjá um sín eigin ferðalög og útgjöld. Lítið var um stuðning. Í dag er þetta öðruvísi. Í dag æfa atvinnumenn markvisst undir handleiðslu þjálfara í húsnæði sem þeim er skaffað af liðinu. Mörg lið eru einnig með kokka, næringarfræðinga, einkaþjálfara og íþróttasálfræðinga til að hjálpa liðinu ná sem bestum árangri. 

Þegar litið er yfir heildina má sjá að vöxtur síðustu ára hefur skilað sér og rafíþróttir standa nú meðal fremstu íþrótta heims hvað varðar verðlaunafé, áhorf og umgjörð og stuðning við atvinnuspilara. Næst á dagskrá er að skapa innviði sem leyfir sem flestum að iðka rafíþróttir á markvissan og heilbrigðan hátt og njóta góðs af. Þar kemur Rafíþróttaskólinn til sögunnar.